Helga Una Björnsdóttir er kynbótaknapi ársins 2022

21.11.2022
Helga Una og Viðar frá Skör Mynd: Eiðfaxi

Helga Una Björnsdóttir er kynbótaknapi árins 2022.

Helga Una sýndi gríðarlegan fjölda kynbótahrossa á árinu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sýninga var tíðni áverka mjög lág. Hún var með efstu hryssu í flokki 5 vetra Hildi frá Fákshólum, og efstu hryssu í flokki 6 vetra hryssna á Landsmótinu á Hellu í sumar, Sögn frá Skipaskaga. Helga setti heimsmet með hæstu aðaleinkunn í kynbótadómi sem gefin hefur verið íslenskum hesti þegar hún sýndi á Hellu í vor Viðar frá Skör með einkunina 9,04.

Helga Una sýndi mikinn fjölda hrossa á árinu í góðar tölur. Helga Una kemur ávallt vel fram með hross sín, þau eru vel undirbúin og fagleg og fáguð reiðmennska ber vott um gæði Helgu sem knapa kynbótahrossa.
Helga Una átti frábært ár 2022 og hlítur nafnbótina kynbótaknapi ársins 2022.

Aðrir tilnefndir:

Agnar Þór Magnússon 
Árni Björn Pálsson 
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Hans Þór Hilmarsson