Hella 2020 og Sprettur 2022

04.03.2016

Stjórn Landssambands hestamannafélaga tók ákvörðun á fundi sínum þann 3. mars varðandi landsmótsstaði fyrir árin 2020 og 2022.

Alls bárust umsóknir frá fimm aðilum um þessi tvö mót og sóttu sumir um bæði mótin.

Niðurstaða stjórnar var sú að Landsmót 2020 verður á Gaddstaðaflötum við Hellu og Landsmótið 2022 verður á félagssvæði Spretts. Niðurstaðan er þó með þeim fyrirvara að samningar náist við mótshaldara varðandi rekstrarfyrirkomulag mótanna.

Með þessum góða fyrirvara gefst mótshöldurum nægur tími til undirbúnings þessa stóra og mikilvæga viðburðar okkar hestamanna. Samkvæmt lögum LH á að liggja fyrir með 5 ára fyrirvara hvar landsmót skulu haldin, sem þýðir að  næst verður auglýst eftir umsóknum um landsmót árið 2019, fyrir landsmótið árið 2024.

Stjórn LH