Helluskeifur fluttar að heiman

03.02.2009
Helluskeifur hleyptu heimdraganum fyrir ári síðan og er fyrirtækið nú með aðsetur í Stykkishólmi. Eigendur eru Agnar Jónasson og Svala Jónsdóttir. Hellurskeifur bjóða nú skaflaskeifur á hagstæðu verði. Helluskeifur hleyptu heimdraganum fyrir ári síðan og er fyrirtækið nú með aðsetur í Stykkishólmi. Eigendur eru Agnar Jónasson og Svala Jónsdóttir. Hellurskeifur bjóða nú skaflaskeifur á hagstæðu verði. Agnar segir að fyrirtækið hafi gengið vel síðastliðið ár. Hann er nú að bjóða gang af Helluskeifum með sköflum á 1730 krónur. Hundrað krónur bætast við ef skeifurnar eru pottaðar. Helluskeifur framleiða einnig sína eigin skafla, en þau Agnar og Sval keypti vél til þeirrar framleiðslu af Járnfagi í Kópavogi, sem framleiddi skafla fyrir innlendan markað.

Helluskeifur bjóða frían flutning til Reykjavíkur ef keyptir eru tíu gangar eða fleiri. Rétt er að taka fram að Helluskeifur eru ekki með uppslætti, en hægt að fá þær bæði pottaðar og ópottaðar. Agnar segir að það sé greinileg aukning í sölu á pottuðum skeifum. Fólk hugi nú meira að endingu en áður.

Á myndinni eru Svala og Agnar með dóttur sína.