Héraðsmót UMSE

23.06.2009
Héraðsmót UMSE í hestaíþróttum verður haldið á Melgerðismelum 27. júní og hugsanlega 28. ef mikil þátttaka verður. Héraðsmót UMSE í hestaíþróttum verður haldið á Melgerðismelum 27. júní og hugsanlega 28. ef mikil þátttaka verður.

Val keppenda á landsmót UMFÍ sem fram fer 10. og 11. júlí á Akureyri verður eftir einkunn í þessu móti.
Keppt verður í öllum aldursflokkum og keppnisgreinar verða tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið og 100 m flugskeið.

Skráningargjald er kr. 1.000 fyrir hverja grein og tekið er á móti skráningum í seinasta lagi miðvikudaginn 24. júní í tölvupóstfang herdisa@nett.is, eða í síma 896 1249, Stefán Birgir Stefánsson. Gefa skal upp kt. keppanda, IS-nr. hests, keppnisgrein og á hvora hönd keppt er í hringvallargreinum.
Skráningargjöld skal greiða í seinasta lagi fimmtudaginn 25. júní inn á reikning 0162-26-3682, kt. 470792-2219 og taka fram nafn keppanda í skýringu við greiðslu.
 
Þeir sem hafa áhuga á að keppa í hrossadómum á landsmóti UMFÍ hafi samband við Önnu Kristínu Árnadóttur í síma 861 8862.

 
Mótanefnd Funa