Hestabraut FSu góður undirbúningur fyrir Hólaskóla

06.01.2009
„Námið á hestabraut FSu hefur nýst mér vil á Hólaskóla,“ segir Kristbjörg Arna Albertsdóttir, sem útskrifaðist af hestabraut FSu síðastliðið vor. Kristbjörg Arna er í fyrsta árgangi sem útskrifast af hestabraut FSu.„Námið á hestabraut FSu hefur nýst mér vil á Hólaskóla,“ segir Kristbjörg Arna Albertsdóttir, sem útskrifaðist af hestabraut FSu síðastliðið vor. Kristbjörg Arna er í fyrsta árgangi sem útskrifast af hestabraut FSu.„Námið á hestabraut FSu hefur nýst mér vil á Hólaskóla,“ segir Kristbjörg Arna Albertsdóttir, sem útskrifaðist af hestabraut FSu síðastliðið vor. Kristbjörg Arna er í fyrsta árgangi sem útskrifast af hestabraut FSu. Námið er samstarfsverkefni FSu, Landssambands hestamannafélaga og menntamálaráðuneytis.

Kristbjörg Arna tók fjórar annir á hestabrautinni sem hluta af námi sínu í Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hún hóf síðan nám á hestabraut Hólaskóla síðastliðið haust og stefnir á atvinnumennsku í tamningum og hestamennsku.

„Námið á hestabraut FSu var ekki gallalaust. Enda um frumraun að ræða sem var í sífelldri þróun allan tímann. En ég var mjög ánægð í náminu og myndi taka þennan áfanga aftur í ég stæði frammi fyrir því vali í dag. Ég held að nám á borð við þetta í framhaldsskólum sé mjög góður undirbúningur fyrir frekara nám í hestamennsku.“