Hestadagar í Reykjavík rétt handan við hornið

23.03.2011
Nú fer að líða að því að Hestadagar í Reykjavík fari að hefjast.  Um helgina verður nóg um að vera.  Laugardaginn næskomandi  mun reiðskólinn Íslenski hesturinn sjá um hestateymingar á Ingólfstorgi milli 14 og 15, Orrasýning í Ölfushöllinni, og á sunnudaginn er KvennaLífstölt hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ og allur ágóði af mótinu mun renna til Lífs (kvennadeild Landsspítlans).  Hér að neðan má sjá dagskrá Hestadaga í Reykjavík , einnig má finna allar upplýsinga  um viðburðina og kaupa miða í ferðirnar og sýningar á heimasíðu hestadaga sem er www.hestadagar.is eða í síma 514-4030. Nú fer að líða að því að Hestadagar í Reykjavík fari að hefjast.  Um helgina verður nóg um að vera.  Laugardaginn næskomandi  mun reiðskólinn Íslenski hesturinn sjá um hestateymingar á Ingólfstorgi milli 14 og 15, Orrasýning í Ölfushöllinni, og á sunnudaginn er KvennaLífstölt hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ og allur ágóði af mótinu mun renna til Lífs (kvennadeild Landsspítlans).  Hér að neðan má sjá dagskrá Hestadaga í Reykjavík , einnig má finna allar upplýsinga  um viðburðina og kaupa miða í ferðirnar og sýningar á heimasíðu hestadaga sem er www.hestadagar.is eða í síma 514-4030.

MÁNUDAGUR 28 MARS 
Kynbótaferð á Suðurland, heimsótt verða tvö ræktunarbú sem valin hafa verið þau bestu undanfarin ár. Búin munu sýna brot af því besta úr sinni ræktun. Farið verður frá BSÍ kl: 10.00, matur innifalin, síðasti dagur bókunnar er 25. mars. verð kr: 5000

ÞRIÐJUDAGUR 29 MARS
Kynbótaferð á Vesturland, heimsóttur verður Landbúanaðarháskólinn á Hvanneyri og Miðfossum. Kennslusýning í samvinnu við Hvanneyraskóla, kynbótadómarar með fræðsluerindi og útskýringar á helstu atriðum kynbótadóma og ræktunar. Ræktunarbú á Vesturlandi sýna brot af því besta. Farið verður frá BSÍ kl: 9.30, matur innifalin. Síðasti dagur bókunnar er 26. mars. Verð kr: 5500

MIÐVIKUDAGUR 30 MARS
Félag tamningamanna verður með sýnikennslu í Reiðhöll Gusts- Glaðheimum .
Byrjar kl. 20.00, verð kr: 1500
FIMMTUDAGUR 31 MARS
Landbúnaðarháskólinn á Hólum verður með kynningu í  Reiðhöll hestamannfélagsins Harðar í Mosfellsbæ. kl. 17:00 aðgangur ókeypis

FIMMTUDAGSKVÖLD: Sölusýning í reiðhöll Harðar, hestar til sölu, þjóðleg stemmning og margt skemmtilegt að sjá. Ekki missa af þessu. Aðgangur ókeypis, byrjar kl 20.00.

FÖSTUDAGUR 1 APRÍL
Hestahátíð í Hafnarfirði, heimsóknir með hesta á leikskólana í Hafnarfirði. Þórsplan- hestar til sýnis, söngur gleði og gaman. Hópreið að Fjarðarkaupum þar sem verður lítil hestasýning á bílaplaninu, milli kl. 16- 18.

FÖSTUDAGSKVÖLD: Stór sýning í reiðhöllinni í Víðidal. Að sýningunni koma þau sex hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu sem hafa lagt mikla vinnu í dagskrá Hestadaga í Reykjavík. Unglingarnir í félögunum munu einnig verða með í þessari sýningu. Blönduð og skemmtileg sýning þar sem allir ættu að geta skemmt sér vel. Sýningin hefst kl.20:00,
verð kr: 1000 og frítt fyrir 13 ára og yngri.

LAUGARDAGUR 2 APRÍL
STÓRI DAGURINN!
Skrúðganga fer frá BSÍ í kringum hádegi og riðið verður upp Laugarveginn og endar gangan í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Þar verður fjölskylduhátíðin "GOBBIDÍ GOBB"
Frá kl: 13.00 - 16.00. Margt skemmtilegt verður þar fyrir alla fjölskylduna, hestateymingar, markaðsþorp, sögusýning og margt, margt fleira. Aðgangur er ókeypis.

LAUGARDAGSKVÖLD:
"ÞEIR ALLRA STERKUSTU" ÍSTÖLTSKEPPNI í Skautahöllinni í Laugardalnum.
Þar mæta til leiks allra bestu hestar og knapar landsins. Viðburður sem ekki má missa af. Keppnin hefst kl 20.00 verð kr. 3000