Hestaíþróttir á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi

08.07.2010
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi nú um verslunarmannahelgina, 30.7 – 1.8. Meðal keppnisgreina eru hestaíþróttir. Keppt verður í tveimur flokkum, barnaflokki ( 11 – 13. ára) og unglingaflokki (14 – 18 ára) í tölti og fjórgangi. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi nú um verslunarmannahelgina, 30.7 – 1.8. Meðal keppnisgreina eru hestaíþróttir. Keppt verður í tveimur flokkum, barnaflokki ( 11 – 13. ára) og unglingaflokki (14 – 18 ára) í tölti og fjórgangi. Keppnin fer fram á svæði hestamannafélagins Skugga við Vindás, rétt ofan við Borgarnes. Skráning hefst 12. júlí og lýkur 23. júlí og fer fram í gegn um heimasíðu mótsins, http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/. Þar er einnig að finna meiri upplýsingar. Forkeppnin hefst kl. 11 föstudaginn 30. júlí og síðan fara úrslit fram á laugardag. Þátttakendur geta fengið hesta hýsta á mótsstað og eins verður unnt að halda þeim til beitar. Vona aðstandendur mótsins til þess að sem flestir mæti og taki þátt í því sem boðið verður upp á um helgina. Sérgreinastjóri hestaíþrótta gefur allar nánari upplýsingar, s: 898-4569 netfang kristgis@simnet.is.

Kristján Gíslason sérgreinastjóri