Hestamaðurinn Ólöf Bjarki Antons tilnefnt sem framúrskarandi ungur Íslendingur

03.12.2024

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði og hafa verðlaunin verið haldin óslitið síðan árið 2002.

Tilnefningar til framúrskarandi ungra Íslendinga voru mun fleiri en þær hafa verið undanfarið og hlutum við í kringum 200 tilnefningar. Það var vandasamt og erfitt verkefni að vinna úr. Það er því ljóst að við erum rík af ungu fólki sem er að gera vel á sínu sviði.

Dómnefndin hittist í síðustu viku og valdi topp tíu hópinn og sigurvegara sem verður tilkynntur á verðlaunaafhendingunni þann 4. desember nk.

Hestamenn eiga sinn fulltrúa í hópnum en það er Ólöf Bjarki Antons sem hlýtur tilnefndinguna fyrir störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.

Ólöf Bjarki hefur verið öflugt í samtökum Hinsegins fólks og barist fyrir réttlæti trans fólks. Hán hefur staðið fyrir mikilli fræðslu um málefni trans fólks, komið fram í útvarpi og sjónvarpi og upplýst hvernig trans fólk vill láta tala við sig. Ólöf Bjarki var formaður Trans Íslands árin 2022-2024 og fékk félagið Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2023. Rökstuðningur fyrir verðlaununum var sú að fé­lagið hafi með starfi sínu valdið grund­vallar­breytingu á skilningi fólks á kynja­jafn­rétti og hefur Ólöf Bjarki tekið mikinn þátt í þessu starfi.

Dómnefndin í ár var skipuð af Elizu Reid rithöfundi og fyrrum forsetafrú. Freyju Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands, Anítu Sóleyju Scheving Þórðardóttur, framúrskarandi ungur Íslendingur 2023 og nemi . Kjartan Hansson senator í JCI og hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands og Alma Dögg Sigurvinsdottir Landsforseti JCI Íslands 2024.

Miðvikudaginn 4. desember fer formleg verðlaunaafhending fram, þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mun afhenda Topp tíu hópnum viðurkenningu og verður vinningshafi úr hópnum kynntur sem hlýtur titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur ársins 2024.

Verðlaunaafhendingin hefst stundvíslega klukkan 16:30 í Höfuðstöðinni, Elliðaárdal þar sem gestum verður boðið upp á léttar veitingar og fá gestir að skoða sýninguna Chromo Sapiens að athöfn lokinni.

 

Nánar má lesa um tilnefningar hér. 

Ólöf Bjarki veitt okkur innsýn inn í hestamennskunna sína fyrir ekki svo löngu síðan: