HESTAMENN ATHUGIÐ !

06.02.2009
Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna   Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er á leið í fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars. Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna   Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er á leið í fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars.

Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögunum og er það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Æskulýðsnefndir félaganna eru sérstaklega hvattar til að mæta.

 

12. febrúar – Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ verður gestgjafi og verður fundurinn haldinn í Harðarbóli kl 20.00

19. febrúar – Hestamannafélagið Geysir verður gestgjafi og verður fundurinn haldinn á Kanslaranum á Hellu kl. 20.00

26. febrúar – Hestamannafélgið Dreyri á Akranesi verður gestgjafi og verður fundurinn haldinn að Æðarodda kl. 20.00

14. mars – Hestamannafélagið Hending á Ísafirði verður gestgjafi og verður fundurinn haldinn í húsi Héraðssambands Vestfirðinga kl. 13.00

21. mars – Hestamannafélagið Léttir á Akureyri verður gestgjafi og verður fundurinn haldinn í Skeifunni kl. 13.00

28. mars – Hestamannafélagið Blær á Neskaupsstað verður gestgjafi og verður fundurinn haldinn á Kirkjubólseyrum kl. 13.00

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur.