Hestamenn heimsækja forsetann

10.03.2017
Fulltrúar LH ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta

Fulltrúar Landssambands hestamannafélaga fóru á fund forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, á dögunum. Þar kynntu þeir hestaíþróttina, menninguna og lífsstílinn, allt sem LH stendur fyrir í hestamennskunni. 

Forsetinn er afar viðkunnalegur maður og tók hópnum vel á Sóleyjargötunni en aðalefni fundarins að þessu sinni var að segja frá undirbúningi LH vegna HM 2017 í Hollandi og ítreka hversu mikilvægur þáttur það mót er fyrir íþróttina okkar og Íslandshestamennskuna um allan heim. 

Fundarmenn fóru ánægðir af fundi sem endaði með því að Guðni þáði boð Landssambandsins um að koma sem gestur okkar á HM í Hollandi í sumar. Það eru sannarlega góðar fréttir og það verður gaman að kynna hann nánar fyrir hestinum okkar á komandi misserum. 

Á myndinni eru: f.v. Pjetur N. Pjetursson formaður landsliðsnefndar LH, Þórdís Anna Gylfadóttir skrifstofu LH, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Lárus Ástmar Hannesson formaður LH og Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH.