Hestar eru gestir í Víðidal

19.03.2009
Orri Vigfússon Forsvarsmaður Verndarsjóðs villtra laxa, NASF, vill fá fund sem fyrst með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra vegna fyrirhugaðrar hesthúsabyggðar í næsta nágrenni við Elliðaár í Víðidal. Verndarsjóðurinn segir hesthúsabyggð með öllu óásættanlega og hafa í för með sér óafturkræfar afleiðingar. Orri Vigfússon Forsvarsmaður Verndarsjóðs villtra laxa, NASF, vill fá fund sem fyrst með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra vegna fyrirhugaðrar hesthúsabyggðar í næsta nágrenni við Elliðaár í Víðidal. Verndarsjóðurinn segir hesthúsabyggð með öllu óásættanlega og hafa í för með sér óafturkræfar afleiðingar.

Orri hvetur borgaryfirvöld til að endurskoða málið. Borgaryfirvöldum hafi ítrekað verið bent á margvíslegar hættur sem steðji að laxastofnum ánna. „Laxinn er óaðskiljanlegur hluti af vistkerfi Elliðaánna en hesturinn er aðeins gestur í dalnum!" segir í ályktun NASF. Þetta kemur fram á www.visir.is.