Hestar eru lúmskir

11.11.2008
Hestar eru lúmskir og níðast á félögum sínum þegar maðurinn sér ekki til. Þetta kom fram í rannsókn sem Sigtryggur Veigar Herbertsson hefur gert á hegðun hrossa á húsi.Hestar eru lúmskir og níðast á félögum sínum þegar maðurinn sér ekki til. Þetta kom fram í rannsókn sem Sigtryggur Veigar Herbertsson hefur gert á hegðun hrossa á húsi.Hestar eru lúmskir og níðast á félögum sínum þegar maðurinn sér ekki til. Þetta kom fram í rannsókn sem Sigtryggur Veigar Herbertsson hefur gert á hegðun hrossa á húsi.

Sigtryggur skýrði frá helstu niðurstöðum rannsóknar sinnar á Hrossarækt 2008. Hann sagði að svo virtist sem heppilegra væri að hafa einn hest í stíu frekar en tvo. Átið væri jafnara og líðan þeirra almennt betri. Þeir næðu dýpri svefni og hvíldust betur.

Hingað til hefur verið talið gott að hestar njóti félagsskapar af öðrum hestum og því sé betra að hafa tvo hesta saman í stíu frekar en hafa þá eina í nokkurs konar einangrun. Það kom hins vegar í ljós að hestar sem eru einir í stíu eru félagslyndari úti í gerði á daginn heldur en hestar sem eru með öðrum í stíu. Ekki var prófað í rannsókninni að hafa þrjá eða fleiri hesta saman í stíu.

Myndavél var höfð í gangi að næturlagi í hesthúsinu. Þar kom í ljós að hestar sem höguðu sér vel og voru vinsamlegir við stíunaut sinn á daginn þegar hirðirinn var í hesthúsinu, köstuðu af sér sauðagærunni að næturlagi og tóku félagann í karphúsið. Sagði Sigtryggur greinilegt að sumir hestar væru lúmskir. Þeir héldu sig á mottunni þegar „húsbóndinn“ væri á svæðinu en létu til skarar skríða þegar öruggt væri að hann væri genginn til náða.

Á myndinni eru tveir vinir að pissa saman úti í gerði.