Hestar og mótorhjól

10.09.2015

Við fyrstu sýn virðast þessir tveir hópar eiga lítið sameiginlegt. Hestamenn og mótorhjólamenn hafa þó átt í góðu sambandi til að auka öryggi beggja úti á vegum og í náttúrunni. 

Þó að vitanlega sé bannað með lögum að keyra mótorhjól og önnur vélknúin ökutæki á reiðstígum, liggur leiðir þessara hópa oft saman á almennum vegum. Þá er mikilvægt að setja öryggið á oddinn og að báðir hópar kynni sér hvernig það er best gert. KKA akstursfélag á Akureyri hefur gert myndband og plakat sem sýnir góð samskipti hestamanns og mótorhjólamanns. 

Báðir hópar eru hvattir til að kynna sér þessar leiðbeiningar og dreifa þeim sem víðast. Leiðbeiningarnar má finna hér á vefnum undir "Fræðsla" og einnig með því að smella á þennan tengil: http://www.lhhestar.is/is/ymislegt/hestar-og-motorhjol