Hestaþing Sindra 12. - 13. júní

03.06.2015
Mirra frá Fornusöndum, sigurvegari A-flokks 2014

Föstudagur:

Kappreiðar Sindra
Boðið er uppá 100m fljótandi skeið, 150m - og 250m skeið, 300m brokk og 300m stökk. Skráningargjöld eru aðeins 500 kr á hest og peningaverðlaun í boði fyrir sigur. Keppnisgrein mun þó falla niður ef þátttakendur verða færri en 3. 

Skráningu á kappreiðar lýkur fimmtudag 11. júní.
Ath það verður ekki tímatökubúnaður á staðnum.

 

Laugardagur:

Hestaþing Sindra
Keppt verður í: pollar, börn, unglingar, ungmenni, A - og B - flokkur gæðinga. Skráningargjöld í alla flokka eru 3500 kr nema barna- og unglinga-, þau greiða 500 kr og pollar greiða ekkert.

Skráningu á Hestaþing lýkur þriðjudag 9. júní.

Um kvöldið verður svo Ursustöltið þar sem keppt er í T1 og sigurvegarinn hlýtur að launum 100.000 krónur! Skráningargjöld eru 3500 kr og lýkur skráningu miðvikudag 10. júní

 

Skráning í allar greinar fer fram hér: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add 

Ath að þegar á að skrá í pollaflokk er valin keppnisgrein Annað þar sem ekki er boðið uppá pollaflokk í mótafeng.
Skráning er ekki tekin gild nema staðfesting á greiðslu berist á dorajg@internet.is. Setja skal pöntunarnúmerið sem tilvísun

Ef einhver vandræði eru með skráningu sendið tölvupóst á dorajg@internet.is.

Mótanefnd Sindra