Heyverð er óráðin stærð

22.10.2008
Verð á heyi fyrir veturinn er ennþá óráðin stærð. Framleiðslukostnaður jókst verulega á þessu ári og almennt hefur verið talið að verð á 250 til 300 kílóa heyrúllu myndi hækka í átta til tíu þúsund krónur.Verð á heyi fyrir veturinn er ennþá óráðin stærð. Framleiðslukostnaður jókst verulega á þessu ári og almennt hefur verið talið að verð á 250 til 300 kílóa heyrúllu myndi hækka í átta til tíu þúsund krónur.Verð á heyi fyrir veturinn er ennþá óráðin stærð. Framleiðslukostnaður jókst verulega á þessu ári og almennt hefur verið talið að verð á 250 til 300 kílóa heyrúllu myndi hækka í átta til tíu þúsund krónur.

Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu, sem hefur verið einn stærsti heysali hestamanna um árbil, segist ekki vera búinn að gefa út ákveðið verð. Síðastliðinn vetur kostaði 250 kílóa stórbaggi hjá Vilhjálmi 6500 krónur með vaski kominn í hesthús í Reykjavík. Dæmi voru um lægri verð, eða allt niður í 4000 krónur fyrir stórar heyrúllur, heima á hlaði hjá bónda. Einnig heyrðust verð allt upp í 7000 krónur fyrir stóra heyrúllu heima á hlaði.

Nokkuð öruggt má telja að eftirspurn eftir heyi muni minnka verulega, ef fram fer sem horfir um efnahag fólks. En þótt mikið sé til af heyjum í landinu er alls ekki víst að framboð verði umfram eftirspurn og hey muni þar með ekki hækka jafn mikið og ráð var fyrir gert. Í Bændablaðinu er geta menn sér til að áburður gæti hækkað aftur á næsta ári um 70 – 80%. Það getur þýtt að bændur fyrni sín hey frekar en selja þau og minnki áburðarkaup.

Þess má geta að í nýjasta tölublaði Bændablaðsins auglýsir bóndi í Landeyjum meðalstórar heyrúllur. Þær kosta 6500 krónur á staðnum, fyrir utan vask.