HÍ rannsóknarverkefni um LH og LM

24.06.2009
Guðný Ívarsdóttir og Hjörný Snorradóttir
Undanfarið hefur Landssamband hestamannafélaga og Landsmót ehf. boðað til funda í Reykjavík og á Suðurlandi vegna lokaverkefna sem þær stöllur, Guðný Ívarsdóttir og Hjörný Snorradóttir eru að vinna að við  Háskóla Íslands.  Fundirnir byggjast á gagnaöflun, þ.e. lagðir eru spurningalistar fyrir hestamenn og í kjölfarið fylgja stuttar umræður.  Undanfarið hefur Landssamband hestamannafélaga og Landsmót ehf. boðað til funda í Reykjavík og á Suðurlandi vegna lokaverkefna sem þær stöllur, Guðný Ívarsdóttir og Hjörný Snorradóttir eru að vinna að við  Háskóla Íslands.  Fundirnir byggjast á gagnaöflun, þ.e. lagðir eru spurningalistar fyrir hestamenn og í kjölfarið fylgja stuttar umræður. 

Nú er komið að sækja upplýsingar og heyra skoðanir hestamanna á Norðurlandi. Þriðjudaginn 23. júní voru haldnir mjög gagnlegir fundir með hestamönnum á Hvammstanga og á Blönduósi.  Er þeim hér með þökkuð ánægjuleg samvinna í gagnaöfluninni.

Hestamenn í Skagafirði og á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að mæta á eftirfarandi fundi:

Miðvikudaginn, 24. júní verður hádegisfundur í Ólafshúsi, Sauðárkróki kl. 12:00.
Þennan sama dag, miðvikudag, 24. júní er fundur í Reiðhöllinni á Akureyri kl. 17:30.


Þess má geta að Guðný mun í sínu verkefni kryfja hvort ástæða sé til að sameina félagasamtök í hestamennskunni út frá hagkvæmnissjónarmiðum og hvort vilji sé fyrir því. Einnig út frá hvaða forsendum menn eru með og/eða á móti slíkri sameiningu.

Hjörný mun í sínu verkefni fjalla um hlutverk og markmið Landsmóta, framtíðarsýn og hvort ástæða sé til að gera breytingar á fyrirkomulaginu og þá hvaða.

Lítið er til um rannsóknarverkefni er lúta að LH og LM og ljóst að niðurstöður verkefnanna eru Landssambandi hestamannafélaga og Landsmóti ehf. afar mikilvægar.

Fundirnir er opnir öllum sem áhuga hafa á málefnum hestamanna og landsmóts.