HÍDÍ helgi 24. - 25. janúar

22.01.2014
Hestaíþróttadómarafélagið heldur aðalfund sinn föstudagskvöldið 24. janúar kl. 20:00 í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Daginn eftir, laugardaginn 25. janúar verður síðan endurmenntun dómara kl. 10:00 í sal reiðhallarinnar í Víðidal.

Hestaíþróttadómarafélagið heldur aðalfund sinn föstudagskvöldið 24. janúar kl. 20:00 í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Daginn eftir, laugardaginn 25. janúar verður síðan endurmenntun dómara kl. 10:00 í sal reiðhallarinnar í Víðidal. 

Föstudagur 24. janúar

Boðað er til aðalfundar HÍDÍ föstudagskvöldið 24.janúar, fundurinn fer fram í sal LH Laugardal og hefst hann kl.20:00.


Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður félagsins setur fundinn
2. Kosinn er fundarstjóri og fundarritari
3. Skýrsla stjórnar félagsins
4. Reikningar félagsins lagðir fram
5. Umræður um skýrslu og reikninga og þeir bornir undir atkvæði
6. Lagðar verða fram tillögur
7. Afgreiðsla tillagna
8. Ákvörðun félagsgjalda fyrir 2014
9. Kosning stjórnar og varastjórnar
10. Önnur mál
11. Fundarslit

Senda skal tillögur að lagabreytingum/-viðbótum á netfangið hididomarar@gmail.com í síðasta lagi 17.janúar.

Laugardagur

Við hefjum daginn stundvíslega kl.10:00 og reiknum með að við verðum til kl.17:00. Matur og kaffi er innifalið í námskeiðagjaldinu.

Þorgeir Guðlaugsson mun koma og eyða deginum með okkur, það verður á mörgu að taka.  Nýr leiðari mun taka gildi 1.apríl n.k. og er verið að leggja allra síðustu drög að honum - taka skal fram að gamli leiðarinn mun gilda til 1.apríl.!!  Þorgeir mun kynna þróun hans og pælingar, útskýra hann fyrir okkur hvernig þessi svokallaðir ,,eldveggir" virka ásamt því að kenna okkur að nota hann.

Drög að dagskrá:

kl.10:00    Pjetur formaður - nýjungar í reglum 2014 o.fl.
kl.10:10    Þorgeir Guðlaugsson - nýr leiðari kynning
kl.12:00    Hádegismatur á staðnum
kl.13:00    Þorgeir Guðlaugsson - áframhaldandi kynning og kennsla á nýjan leiðara
kl.17:00    Dagskrárlok

Þátttökugjald: 12.000
Félagsgjald 2014: 3.000

Samtals 15.000 kr. 
sem greiða þarf á staðnum eða fyrirfram með millifærslu og þá skal sýna kvittun við innganginn !
Millifærsla:  
0549-26-550212  -  kt. 550212-0640

Munið að taka með ykkur reglur og núverandi leiðara. 

Stjórn HÍDÍ