Hinni Braga Knapi Fáks 2011

02.12.2011
Hinrik Bragason, Knapi ársins 2011 hjá Fáki. Mynd: JFH.
Á uppskeruhátíð Fáks sl. helgi var Hinrik Bragason valinn knapi Fáks 2011 enda árið með eindæmum farsælt á keppnisbrautinni hjá kappanum. Á uppskeruhátíð Fáks sl. helgi var Hinrik Bragason valinn knapi Fáks 2011 enda árið með eindæmum farsælt á keppnisbrautinni hjá kappanum.
Hinni var í landsliði Íslands á heimsmeistaramótinu í Austurríki og varð hann í 4. sæti í tölti og 5. sæti í fjórgangi. Hann varð Íslandsmeistari í fjórgangi og í 5 sæti í tölti á Íslandsmótinu og samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum. Á Reykjavíkurmóti Fáks varð Hinni í 1. sæti í tölti opnum flokki, 1. sæti í fimmgangi opnum flokki, samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum opnum flokki og í  4. sæti í  gæðingaskeiði meistaraflokki. Á Gæðingamóti Fáks varð hann í 2. sæti í tölti og 3. sæti í A-flokki gæðinga. Ekki má gleyma landsmótinu en þar hampaði Hinni hinum eftirsótta sigri í A-flokki gæðinga og var sá sigur aldrei í hættu. Einnig var hann valinn gæðingaknapi ársins og kom m.a. tveimur hestum í A-úrslit á landsmótinu á Vindheimamelum í sumar.

Hinni landaði fleiri sigrum og verðlaunum á öðrum mótum í sumar og óskum við honum til hamingju með frábæran keppnisárangur og hlökkum til að sjá hann á brautinni á næsta keppnistímabili.