HM formlega sett í dag

05.08.2015
Guðmundur og Hrímnir

Opnunarhátíð Heimsmeistaramóts íslenska hestsins fer fram í dag, en keppni hófst á mánudaginn með kynbótasýningum.

Íþróttakeppnin hófst í gær með forkeppni í fjórgangi. Ísland átti þar fimm keppendur, þrjá fullorðna og tvö ungmenni og stóð okkar fólk sig vel. Guðmundur Fr Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi eru efstir eftir forkeppnina með einkunina 7,47 og Kristín Lárusdóttir og Þokki frá Efstu-Grund eru fyrst inn í B-úrslit með 7,10. Jóhann R Skúlason varð að hætta keppni í fjórgangi eftir að skeifa rauk undan Garp frá Højgaarden í miðri sýningu.

Kristín og Þokki

Kristín og Þokki

Í ungmennaflokki komst Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Týr frá Skálatjörn inn í A-úrslit með 6,40 og Jóhanna Margrét Snorradóttir á Stimpli frá Vatni lenti í 6. sæti með einkunina 6,10. Glæsilegur árangur hjá þeim.

Hægt er að fylgjast með niðurstöðum mótsins hér og dagskrá mótsins má finna hér.