HM í Herning

07.07.2015

Miðasala fyrir heimsmeistaramótið gengur vel og eru landsliðin að mótast smám saman. Mikil spenna fylgir því að sjá hvaða hestar mæta á mótið.

Í Danmörku er mikið um að vera fyrir yngri kynslóðina og gaman er að skoða hvað er í næsta nágrenni við Herning. Hér er stuttur listi yfir skemmtilega fjölskyldustaði í nágrenninu.

Legoland er draumastaður barnanna og gaman að kíkja þangað einn dag. Einungis eru 59km. í Legoland og tekur um að bil 40 mín. að keyra þangað
http://www.legoland.com

Djurs sommerland er skemmtilegur garður sem gott er að fara í ef heitt er í veðri. Þangað er 135 km. og tekur um það bil 1,40 mín. að keyra þangað.
http://www.djurssommerland.dk

Dýragarðurinn Givskuld Zoo er aðeins 50km frá Herning og tekur um það bil 35 mín. að keyra þangað.
http://www.givskudzoo.dk

Lalandia er einnig skemmtigarður í 60 km. fjarlægð og er um það bil 50 mín. akstur þangað.
http://www.lalandia.dk/da/Pages/forside.aspx

Hægt er að kaupa miða á mótið á http://www.sporti.dk/en/ticket.php?e=39