Hólaskóli á Hestadögum

30.03.2011
Á morgun tekur hestafræðideild Hólaskóla þátt í dagskrá Hestadaga. Kynningin verður á svæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og hefst kl. 17:00. Þarna munu starfsmenn og nemendur deildarinnar kynna starfsemi hennar, einkum hina nýju námsbraut til BS-gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu sem og knapamerkjakerfið Á morgun tekur hestafræðideild Hólaskóla þátt í dagskrá Hestadaga. Kynningin verður á svæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og hefst kl. 17:00. Þarna munu starfsmenn og nemendur deildarinnar kynna starfsemi hennar, einkum hina nýju námsbraut til BS-gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu sem og knapamerkjakerfið

Kynningin hefst með innleggi í félagsheimilinu en síðan verður haldið í reiðhöllina þar sem nemendur af 1. ári munu, undir styrkri stjórn hins reynda reiðkennara Eyjólfs Ísólfssonar, varpa upp svipmyndum af því sem þeir eru að fást við í námi sínu á Hólum.

Þessi viðburður er opinn almenningi og eru allir þeir sem áhuga hafa á reiðmennsku og reiðkennslu  hvattir til að nýta sér tækifærið til að kynna sér starf hestafræðideildar Hólaskóla.

Frétt tekin af www2.holar.is