Hópur öflugra "Svellkaldra kvenna"

11.02.2011
Undirbúningsnefnd ístöltsins "Svellkaldar konur". T.f.v. Hrafnhildur, Hulda, Oddný, Sigrún, Hallveig og Sirrý Halla.
Undirbúningur fyrir ístöltið „Svellkaldar konur“ er nú kominn á fullt en mótið verður haldið þann 12.mars í Skautahöllinni í Reykjavík.  Að mörgu er að hyggja og að undirbúningnum starfar hópur öflugra kvenna í sjálfboðavinnu. Undirbúningur fyrir ístöltið „Svellkaldar konur“ er nú kominn á fullt en mótið verður haldið þann 12.mars í Skautahöllinni í Reykjavík.  Að mörgu er að hyggja og að undirbúningnum starfar hópur öflugra kvenna í sjálfboðavinnu. Án þeirra væri erfitt að halda jafn glæsilegt og viðamikið mót eins og ístöltið „Svellkaldar konur“.  Í nefndinni eru Sigrún Sigurðardóttir, Hulda G. Geirsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Sirrý Halla Stefánsdóttir, Hallveig Fróðadóttir, Oddný Erlendsdóttir og starfsmenn skrifstofu LH.

Skráning á mótið fer fram í byrjun mars og verður auglýst nánar þegar nær dregur.