Horses of Iceland á Equitana

16.03.2017

Horses of Iceland býður ykkur velkomin á alþjóðlegu hestasýninguna Equitana í Essen, Þýskalandi, 18.-26. mars næstkomandi, þar sem starfsfólk okkar mun kynna íslenska hestinn á bási 2-B19. Þetta er stærsta hestasýning Evrópu, en gert er ráð fyrir um 200.000 gestum. Fjölmiðlafólki er boðið í sérstaka móttöku, sem haldin verður í básnum okkar 25. mars kl. 15:30-17:30. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra mun halda ræðu og síðan verður boðið upp á léttar veitingar og skemmtiatriði.

Á meðan á sýningunni stendur, verður gestum boðið að koma í básinn okkar og horfa á 360-gráðu myndband af íslenska hestinum, úti í íslenskri náttúru, í sýndarveruleika; að ferðast til heimkynna íslenska hestsins. Við búumst fastlega við því að þessi upplifun muni hafa mikil áhrif á sýningargesti, einkum þá, sem aldrei hafa komið til Íslands áður.

Við munum einnig hafa tvo sjónvarpsskjái á básnum, þar sem kynningarmyndbönd um íslenska hestinn verða sýnd. Bæklingum um íslenska hestinn verður dreift á ensku og þýsku, sem og póstkortum með myndum af íslenska hestinum og upplýsingum um eiginleika hans. Gestum stendur til boða að taka þátt í getraun og hugsanlega vinna ferð til Íslands. Við munum einnig sýna auglýsingu á 60x9 m skjá í reiðhöllinni á meðan sýningar standa yfir á daginn og kvöldin.

Markaðsverkefnið Horses of Iceland

Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að auka vitund um og styrkja ímynd íslenska hestsins á alþjóðavettvangi. Markmiðið er að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu honum tengdum með faglegu markaðsstarfi undir merkjum Horses of Iceland – bring you closer to nature. Equitana sýningin í Essen er einn af stærstu viðburðunum sem Horses of Iceland tekur þátt í árið 2017.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Vefsíða:www.horsesoficeland.is

Samfélagsmiðlar: Facebook, Instagram, Twitter, Pinterest, Tumblr

Jelena OhmVerkefnastjóri Horses of Iceland
jelena@islandsstofa.is
S: 895-9170