Hross um Oss - Benedikt Erlingsson

14.06.2011
Benedikt Erlingsson
Leikarinn, hestamaðurinn og kvikmyndagerðar- maðurinn Benedikt Erlingsson fjallar um samskipti manna og hesta; manninn í hestinum og hestinn í manninum í tilefni af sýningunni Jór! sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Leikarinn, hestamaðurinn og kvikmyndagerðar- maðurinn Benedikt Erlingsson fjallar um samskipti manna og hesta; manninn í hestinum og hestinn í manninum í tilefni af sýningunni Jór! sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.

Mynd Benedikts hefur hlotið vinnuheitið Hross um oss og hefjast tökur á henni næsta sumar. Myndinni er ætlað að vera óður til hestsins sem hefur reynst manninum svo vel og er réttnefndur skip hálendisins. Það er engin tilviljun að fyrirlestur Benedikts beri upp þessa helgi, en hann er einnig hugsaður sem upptaktur fyrir Landsmót hestamanna sem hefst á Vindheimamelum í Skagafirði 26. júní.

Hesturinn hefur verið viðfangsefni íslenskra listamanna frá upphafi. Á sýningunni Jór! Hestar í íslenskri myndlist er að finna verk sem fjalla með ýmsum hætti um það hvernig íslenskir listamenn hafa túlkað tengsl manns og hests í rúma öld, eða frá 1900 til 2010. Sýningunni er skipt í þrjú þemu: Þarfasti þjónninn;  um hversdagsleg samskipti manns og hests, Holdgaður stormur; um hestinn sem náttúru og Hestar með vængi; hinn goðsagnalegi hestur.

Upplýsingar um aðgangseyri eru hér.