Hrossablót í Skagafirði - Óvenjuleg matar- og menningarveisla

15.10.2009
Nánari upplýsingar um hrossakjötsneyslu landsmanna fyrr og síðar, matreiðslu á hrossa- og folaldakjöti og nýsköpun í ferðaþjónustu veita: - Arna Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins, s. 896 2339, 455 6345. - Friðrik V. veitingamaður á veitingstaðnum Friðriki V., Akureyri, s. 892 5775 - Svanhildur Pálsdóttir, hótelstjóri Hótel Varmahlíð, s. 8462582   Nánari upplýsingar um hrossakjötsneyslu landsmanna fyrr og síðar, matreiðslu á hrossa- og folaldakjöti og nýsköpun í ferðaþjónustu veita: - Arna Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins, s. 896 2339, 455 6345. - Friðrik V. veitingamaður á veitingstaðnum Friðriki V., Akureyri, s. 892 5775 - Svanhildur Pálsdóttir, hótelstjóri Hótel Varmahlíð, s. 8462582   Hrossablót Söguseturs íslenska hestsins
Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir hrossablóti í samstarfi við Hótel Varmahlíð og Veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri, laugardagskvöldið 17. október á Hótel Varmahlíð. Blótið hefst með drykk  kl. 19.30.

Hrossablótið er sannkallað matar- og skemmtikvöld. Hinn landsþekkti og margverðlaunaði veitingamaður Friðrik V. ásamt snillingnum Þórhildi Maríu Jónsdóttur matreiðslumeistara á Hótel Varmahlíð töfra fram glæsilega veislu, þar sem hrossið verður í aðalhlutverki.

Skemmtun  verður í anda  íslenskrar sveitamenningar. Sigurður Hansen flytur eigin ljóð. Félagarnir Siggi Björn á Ökrum og Jói í Stapa kveða rímur og Miðhúsabræður þenja nikkurnar. Veislustjóri er Bjarni Maronsson.

Hér er einstakt tækifæri fyrir fólk að eiga notalega kvöldstund og njóta glæsilegs kvöldverðar.

Borðapantanir fara fram á info@hotelvarmahlid.is eða í síma 453 8170. Takmarkaður sætafjöldi - uppselt í fyrra! Verði er stillt í hóf, aðeins kr. 6.200. Hótel Varmahlíð býður uppá sérstakt gistitilboð fyrir veislugesti, tveggja manna herbergi með morgunverði aðeins kr. 8.000