Hrossabrautin við FSu er alveg frábær

02.01.2009
„Hrossabrautin á FSu var alveg frábær. Hún brýtur upp hina hefðbundnu dagskrá og í heildina varð allt námið við skólann miklu skemmtilegra,“ segir Ásdís Hulda Árnadóttir, sem útskrifaðist af hrossabraut Fjölbrautarskóla Suðurlands síðastliðið sumar.„Hrossabrautin á FSu var alveg frábær. Hún brýtur upp hina hefðbundnu dagskrá og í heildina varð allt námið við skólann miklu skemmtilegra,“ segir Ásdís Hulda Árnadóttir, sem útskrifaðist af hrossabraut Fjölbrautarskóla Suðurlands síðastliðið sumar.„Hrossabrautin á FSu var alveg frábær. Hún brýtur upp hina hefðbundnu dagskrá og í heildina varð allt námið við skólann miklu skemmtilegra,“ segir Ásdís Hulda Árnadóttir, sem útskrifaðist af hrossabraut Fjölbrautarskóla Suðurlands síðastliðið sumar.

Hrossabrautin á FSu er samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins, FSu og Landssambands hestamannafélaga. Hún hefur nú verið starfrækt í tvö og hálft ár. Um er að ræða tveggja ára braut í hestamennsku sem miðar að því að undirbúa nemendur, annars vegar fyrir störf á hestaleigum og í hestaferðum, og hins vegar sem aðstoðarmenn við tamningar.

Markmið námsins er að veita góða undirstöðu í kjarnagreinum og jafnframt að gefa nemendum tækifæri til að stunda nám í hestamennsku þar sem byggt er á svokölluðu knapamerkjakerfi. Meðalnámstími er fjórar annir, auk tólf vikna starfsþjálfunar á tamningastöð eða hestaleigu.

„Ég var fjórar annir á hestabrautinni og að auki tvö sumur á tamningastöð,“ segi Ásdís Hulda. „Ég var annað sumarið hjá Einari Öder í Halakoti og hitt hjá Halldóri Guðjónssyni í Dallandi. Ég er mjög ánægð með að hafa valið þessa braut. Maður kynnist svo mörgum krökkum miklu betur en ella, sérstaklega í verklegu kennslunni; í reiðtímunum og járningunum. Ég ætla að klára stúdentinn í vor og stefni svo á Hólaskóla næsta vetur,“ segir þessi unga og áhugasama hestakona.