Hrossafræði Ingimars

10.11.2010
Ingimar Sveinsson tekur við heiðursverðlaunum LH á Uppskeruhátíð hestamanna 2008 ásamt konu sinni.
Þann 6. desember 2010 kemur út á vegum bókaútgáfunnar Uppheima á Akranesi bókin Hrossafræði Ingimars eftir Ingimar Sveinsson á Hvanneyri. Þann 6. desember 2010 kemur út á vegum bókaútgáfunnar Uppheima á Akranesi bókin Hrossafræði Ingimars eftir Ingimar Sveinsson á Hvanneyri. Hrossafræði Ingimars er einstök bók. Hér er loksins komið fram alhliða upplýsinga- og fræðirit um hesta, ritað af höfundi sem býr að ómældri þekkingu og reynslu, bæði á viðfangsefni sínu og eins hinu, að miðla til annarra. Ingimar Sveinsson hefur áratugum saman viðað að sér fróðleik um hesta og hestahald og efnistök hans eru skýr og aðgengileg.
Ingimar Sveinsson á Hvanneyri er alinn upp á stórbýlinu Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Að loknu stúdentsprófi
sigldi hann til Bandaríkjanna og lagði þar stund á háskólanám í búvísindum. Heim kominn starfaði Ingimar sem bóndi á Egilsstöðum allt þar til hann fluttist með fjölskyldu sína að Hvanneyri í Borgarfirði 1986, þar sem hann hefur starfað sem kennari og fræðari síðan. Hrossafræði Ingimars á tvímælalaust erindi til allra sem yndi hafa af hestum og hestamennsku, áhugafólks jafnt sem atvinnumanna. Hér gefst tækifæri til að kaupa bókina í forsölu á hagstæðum kjörum.
HROSSAFRÆÐI INGIMARS er mikið og glæsilegt rit í hvívetna, enda hefur höfundurinn unnið að verkinu í áratugi
og viðað að sér þekkingu og reynslu ævina alla. Bókin er 334 bls. í stóru broti og öll litprentuð. Hana
prýðir aragrúi ljósmynda víðs vegar að auk fjölda skýringateikninga og taflna.
Þeir sem áhuga hafa á að tryggja sér bókina í forsölu geta heimsótt vefsíðu forlagsins, www.uppheimar.is, og fyllt út áskriftarbeiðnina þar.

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.