Hulda og Draupnir frá Brautarholti sigruðu Allra sterkustu

03.04.2018
Hulda og Draupnir sigurvegarar kvöldsins. Mynd tekin af sprettarar.is

Síðastliðinn laugardag fór fram styrktarmót íslenska landsliðsins í hestaíþróttum "Þeir allra sterkustu" í Samskipahöllinni Spretti í Kópavogi. Margt var um manninn og frábær stemning. Hestakosturinn var góður og ótrúlega jafn en það enduðu tíu hestar í úrslitum. Þar bar Hulda Gústafsdóttir á Draupni frá Brautarholti sigur úr býtum með einkunnina 7.72. Í öðru sæti var Viðar Ingólfsson á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II með einkunnina 7.50 og þriðji varð Ásmundur Ernir Snorrason á Frægum á Strandarhöfði með einkunnina 7.32.

Landsliðsnefnd vill þakka öllum þeim sem komu að mótinu bæði knöpum, styrktaraðilum, dómurum, sjálfboðaliðum og ekki síst þeim sem sáu sér fært að koma og njóta sýningarinnar og styrkja landsliðið. ÁFRAM ÍSLAND

Úrslitin voru eftirfarandi:

Úrslit
1. Hulda Gústafsdóttir og Draupnir frá Brautarholti   7.72
2. Viðar Ingólfsson og Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II   7.50
3. Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði   7.32
4. Jakob Svavar Sigurðsson og Konsert frá Hofi   7.17
5. Teitur Árnason og Reynir frá Flugumýri   7.11
6. Matthías Leó Matthíasson og Taktur frá Vakurstöðum   6.89
7. Ragnhildur Haraldsdóttir og Gleði frá Steinnesi   6.83
7. Reynir Örn Pálmarsson og Marta frá Húsavík   6.83
9. Katrín Sigurðardóttir og Ólína frá Skeiðvöllum   6.56
10. Hinrik Bragason og Hreimur frá Kvistum   ELIM

Allar einkunnir má finna á viðburðinum Allra sterkustu á facebook