Hundabann á mótssvæði LM

30.06.2008
Óleyfilegt er að koma með hunda inn á mótssvæði Landsmóts og hafa merkingar verið hengdar upp því til áréttingar.Óleyfilegt er að koma með hunda inn á mótssvæði Landsmóts og hafa merkingar verið hengdar upp því til áréttingar.

Óleyfilegt er að koma með hunda inn á mótssvæði Landsmóts og hafa merkingar verið hengdar upp því til áréttingar. Er því vinsamlegast beint til gesta að virða reglur þar að lútandi.

Bann við því að koma með hunda inn á mótssvæðið hefur verið í gildi á fyrri Landsmótum, en því hefur ekki verið framfylgt fyrr en nú segir, Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri LM 2008. Gestir á Landsmóti hafa kvartað yfir fjölda hunda og óþrifnaði sem þeim hefur fylgt í sumum tilvikum.

Margir mótsgestir eru með hunda meðferðis og er leyft að vera með þá á tjaldsvæðum.