ÍBR verðlaunar Konráð Val

19.12.2013
Konráð á HM 2013. Mynd: Rut Sig.
Íþróttafólk Reykjavíkur var heiðrað á samkomu hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur á dögunum. Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Helgi Sveinsson úr Ármanni voru útnefnd íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013. Bæði fögnuðu heimsmeistaratitli á árinu. Það sem var hvað merkilegast fyrir okkur hestamenn er að hinn ungi tvöfaldi heimsmeistari í skeiði, Konráð Valur Sveinsson var heiðraður fyrir sinn frábæra árangur á árinu.

Íþróttafólk Reykjavíkur var heiðrað á samkomu hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur á dögunum. Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Helgi Sveinsson úr Ármanni voru útnefnd íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013. Bæði fögnuðu heimsmeistaratitli á árinu. Það sem var hvað merkilegast fyrir okkur hestamenn er að hinn ungi tvöfaldi heimsmeistari í skeiði, Konráð Valur Sveinsson var heiðraður fyrir sinn frábæra árangur á árinu. Til hamingju með það Konráð Valur!

Karlalið KR í knattspyrnu var svo útnefnt íþróttalið Reykjavíkur 2013.

Tólf einstaklingar og fjórtán lið frá sjö félögum voru verðlaunuð fyrir frábæran árangur á árinu 2013. Íþróttafólkið- og félögin fengu samtals 4 milljónir króna í styrki frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.

Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013:

  • Fram: Íslandsmeistarar í handknattleik karla og kvenna auk bikarmeistara í knattspyrnu karla
  • ÍR: Bikarmeistarar í handknattleik karla, bikarmeistarar í frjálsíþróttum beggja kynja og Íslandsmeistarar í keilu beggja kynja
  • Júdófélag Reykjavíkur: Bikarmeistarar í sveitakeppni karla
  • KR: Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla
  • TBR: Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badminton
  • Valur: Bikarmeistarar í handknattleik kvenna
  • Víkingur: Íslandsmeistarar í karlaflokki í karate og í liðakeppni beggja kynja í borðtennis

Einstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013:

  • Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR
  • Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi
  • Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni
  • Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur
  • Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Sundfélaginu Ægi
  • Hannes Þór Halldórsson, knattspyrnumaður úr KR
  • Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona úr ÍR
  • Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni
  • Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni
  • Konráð Valur Sveinsson, hestamaður úr Fáki
  • Stella Sigurðardóttir, handknattleikskona úr Fram
  • Sunna Víðisdóttir, kylfingur úr GR