Illingur efstur á blaði

09.06.2009
Illingur frá Tóftum, knapi Daníel Jónsson.
Illingur frá Tóftum stimplaði sig rækilega inn í elsta flokk stóðhesta fyrir HM2009 í Sviss, á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum í síðustu viku. Hann fékk 8,73 í aðaleinkunn og er nú þriðji hæst dæmdi íslenski stóðhestur í heimi. Illingur frá Tóftum stimplaði sig rækilega inn í elsta flokk stóðhesta fyrir HM2009 í Sviss, á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum í síðustu viku. Hann fékk 8,73 í aðaleinkunn og er nú þriðji hæst dæmdi íslenski stóðhestur í heimi.

Illingur hækkaði bæði fyrir sköpulag og kosti. Hann er með 9,5 fyrir fótagerð, skeið og vilja. Fyrir hæfileika 8,88 og fyrir byggingu 8,51. Hann hefur einnig gert það gott á öðrum vettvangi. Var í öðru sæti í A flokki á LM2008 með 8,80 í aðaleinkunn og fékk rúmlega 7,0 í einkunn í fimmgangi á þróttakeppni Sleipnis í vor.

Daníel Jónsson, knapi og einn af eigendum Illings, segir að stefnan sé að fara með Illinga á HM09 í Sviss. Það velti þó á því hvort hann verði seldur áður. Hann segir að ýmsar þreifingar séu í gangi en ekkert fast í hendi ennþá.