Innan við átta mínútur í vökinni

05.02.2009
Flest hrossin sem fóru niður um ís á Tjörninni í Reykjavík voru aðeins þrjár til fimm mínutur í vökinni. Ekki tuttugu mínútur til hálftíma eins og sagt var í fréttum. Hrossið sem var síðast upp úr var átta mínútur í vatninu. Flest hrossin sem fóru niður um ís á Tjörninni í Reykjavík voru aðeins þrjár til fimm mínutur í vökinni. Ekki tuttugu mínútur til hálftíma eins og sagt var í fréttum. Hrossið sem var síðast upp úr var átta mínútur í vatninu. Þetta sést stafrænum ljósmyndum sem tekknar voru á staðnum. Ísinn brast klukkan 14.42 og síðasti hesturinn var dreginn upp á skörina klukkan 14.50. Nær öll hrossin eru fullspræk eftir volkið. Vitað er um eitt hross sem fékk hita eftir átökin, Jódís frá Ferjubakka, og er hún í meðhöndlun í Reykjavík.

Myndin er af Jódísi frá Ferjubakka. Knapinn, Ólafur Brynjar Ásgeirsson, heldur í hryssuna.