Íslandsmet í 250m skeiði staðfest

14.11.2011
Elvar og Kóngur taka á því á HM í Austurríki í sumar. Mynd: GHP Eiðfaxa.
Á Íslandsmóti fullorðinna á Selfossi í sumar fóru þeir félagar Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti 250 metrana í skeiðinu undir þágildandi Íslandsmeti. Á Íslandsmóti fullorðinna á Selfossi í sumar fóru þeir félagar Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti 250 metrana í skeiðinu undir þágildandi Íslandsmeti.

Sótt var um tímann, 21,89 sek. sem nýtt Íslandsmet og hafa nú keppnisnefnd og stjórn LH samþykkt metið, sem sett var við löglegar aðstæður á Selfossi í sumar. 

Landssamband hestamannafélaga óskar Elvari innilega til hamingju með frábæran árangur.