Íslandsmót barna- og unglinga 2020

05.06.2020

Íslandsmót barna- og unglinga 2020 „Nettó mótið“ verður haldið dagana 18-21. júní á Brávöllum Selfossi, félagssvæði Sleipnis.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

Barnaflokkur: fimikeppni A, tölt T3, tölt T4 og fjórgangi V2.

Unglingaflokkur: fimikeppni A, tölt T1, tölt T4, fjórgangur V1, fimmangur F2, gæðingaskeiði PP1 og 100 m. flugskeið P2.

Búið er að opna fyrir skráningu á mótið inná www.sportfengur.com velja þarf Hestamannafélagið Sleipni sem mótshaldara.  Skráningafrestur er til miðnættis 13. júní. 

Skráningargjaldið er 5500 á grein. 

Upplýsingar um mótið gefur mótsstjóri Ingi Björn Leifsson í netfangið:  ingi12345@gmail.com

 

Íslandsmótsnefnd Sleipnis