Íslandsmót barna og unglinga í sjónvarpi símans

17.07.2024

Íslandsmót barna- og unglinga 2024 hefst í dag. Mótið verður haldið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ og stendur fram á sunnudag.

Mótið hefst á keppni unglinga í fjórgangi  kl 13:00. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beini streymi í gegnum sjónvarp símans. Það er Eiðfaxi tv sem mun sjá um streymið. Dagsskrá mótsins og niðurstöður verða aðgengilegar í HorseDay smáforritinu.

Við hvetjum allt hestafólk að koma í mosfellsbæinn og sjá þessa hæfileikaríku knapa sýna hvað í þeim býr.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

Barnaflokkur: Gæðingalist 1. stig, Tölt T3, Tölt T4 og Fjórgangi V2.

Unglingaflokkur: Gæðingalist 2. stig, Tölt T1, Tölt T4, Fjórgangur V1, Fimmangur F2, Gæðingaskeiði PP1 og 100 m. flugskeið P2.

Jafnframt verður nú boðið uppá gæðingakeppni og gæðingatölt í báðum aldursflokkum.

Þá verður boðið upp á pollaflokk bæði sjálfir og teymdir.