Dagskrá Íslandsmóts fullorðinna og ungmenna

26.06.2023

Þá er komið að því, Íslandsmót fullorðinna og ungmenna fer fram á Selfossi dagana 28. júní -2. júlí. Þar munu mæta okkar sterkustu knapar enda síðustu forvöð til að tryggja sig inn í landsliðshópinn fyrir HM í Hollandi sem fer fram í ágúst.

Alls eru 338 skráningar á mótið þar sem búast má við yfirburðagæðum og hárfínni reiðmennsku. Ljóst er að nýr Íslandsmeistari fullorðinna verður krýndur í T1 og í 150m skeiði en þar munu ríkjandi Íslandsmeistarar ekki mæta til leiks. Í F1 verður keppnin án efa hörð en þar mæta til leiks 8 fyrrum Íslandsmeistarar í greininni og sigurvegari síðasta árs Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhól.

Þá verður spennandi að fylgjast með því hvort Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi tryggi sér þriðja Íslandsmeistara titilinn í röð og sama má segja um Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum en þau eru einnig ríkjandi Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára.  

Ungmennaflokkarnir eru einnig ákaflega sterkir, þar mæta knapar sem hafa náð góðum árangri í vetur og vakið verðskuldaða athygli. Samkeppnin um sæti í U21 á HM er gífurleg og ljóst að það verður allt sett undir á Brávöllum í vikunni.

 Dagskrá Íslandsmóts er sem hér segir:

Miðvikudagur 28. júní
13:00 Fjórgangur V1 fullorðnir 1-10
14:00 Vallarhlé
14:10 V1 fullorðnir 11-20
15:10 Vallarhlé
15:20 V1 fullorðnir 21-30
16:20 Kaffihlé
16:40 Fjórgangur V1 ungmenni 1-10
17:40 Vallarhlé
17:50 V1 ungmenni 11-20
18:50 Vallarhlé
19:00 V1 ungmenni 21-28
19:50 Matur
20:30 250m skeið 1 og 2 sprettur
150m skeið 1 og 2 sprettur
 
Fimmtudagur 29. júní
13:00 Fimmgangur F1 fullorðnir 1-10
14:00 Vallarhlé
14:10 Fimmgangur F1 11-20
15:10 Vallarhlé
15:20 Fimmgangur F1 21-34
16:40 Vallarhlé/kaffihlé
17:00 Fimmgangur F1 Ungmenni 1-10
18:00 Vallarhlé
18:10 Fimmgnagur F1 ungmenni 11-21
19:10 Matarhlé
20:00 Gæðingaskeið fullorðnir /ungmenni
 
Föstudagur 30. Júní
13:00 Tölt T2 ungmenni 1-18
14:20 Vallarhlé
14:30 Tölt T2 fullorðnir 1-11
15:20 vallarhlé
15:30 Tölt T2 fullorðnir 12-22
16:20 Kaffihlé
16:40 Tölt T1 ungmenni 1-15
17:00 Vallarhlé
17:10 Tölt T1 ungmenni 16-30
18:20 Matarhlé
19:00 Tölt T1 Fullorðnir 1-16
20:10 Vallarhlé
20:20 Tölt T1 Fullorðnir 17-32
 
Laugardagur 1. júlí
09:00-12:00 Klár í keppni, heilbrigðisskoðun í reiðhöllinni fyrir alla A og B úrslitahesta, skyldumæting.
10:00 250m skeið seinni umferð 3 og 4 sprettur
150m skeið seinni umferð 3 og 4 sprettur
12:00 Matarhlé
13:00 B úrslit Fjórgangur V1 ungmenni
13:30 B úrslit Fjórgangur V1 fullorðnir
14:00 B úrslit Fimmgangur F1 Ungmenni
14:30 Búrslit Fimmgangur F1 fullorðnir
15:00 B úrslit T2 ungmenni
15:30 Kaffihlé
16:00 B úrslit T2 fullorðnir
16:20 B úrslit T1 Ungmenni
16:45 B úrslit T1 fullorðnir
17:15 Dagskrálok
 
Sunnudagur 2. júlí
11:00 100m skeið fullorðnir/ungmenni
13:00 Matarhlé
14:00 A úrslit Fjórgangur V1 ungmenni
14:25 A úrslit Fjórgangur V1 fullorðnir
14:50 A úrslit Fimmgangur F1 Ungmenni
15:20 A úrslit Fimmgangur F1 fullorðnir
15:50 A úrslit T2 ungmenni
16:10 A úrslit T2 fullorðnir
16:30 A úrslit T1 Ungmenni
17:00 A úrslit T1 fullorðnir
17:30 Dagskrálok