Íslandsmót yngri flokka

13.07.2016

Ráslista má nálgast hér (uppfært 14. júlí)

Meðf. er nýjasta útgáfa ráslistans. Er hann vonandi kominn í nokkuð endanlegt horf. Undirbúningur gengur vel og nálgast lokastig enda hefst mótið á fiimmtudaginn kl. 9 með forkeppni í fjórgangi unglinga. Ef fleiri athugasemdir eru þá endilega hafa samband í netf. kristgis@simnet.is eða s: 898-4569, í þeim síma verður einnig tekið við afskráningum.

Keppnisvöllurinn verður lokaður tímabundið í dag, miðvikudag frá kl. 17 en að aflokinni vinnu þar má nota hann til æfinga.

Tjaldstæði fyrir gesti Íslandsmóts er á túni í Kárastaðalandi – beygt er upp afleggjara við Atlantsolíu. Þar er hægt að tengjast rafmagni gegn vægu gjaldi og ennfremur eru þarna vatnssalerni.

Stofnuð verður Facebook síða, Íslandsmót yngri flokka í Borgarnesi 2016 sem hægt er að tengjast með einu „like“. Þar munu birtast ýmsar upplýsingar fram að móti og síðan á mótinu sjálfu.

Umsjónarmaður hesthúsa er Marteinn Valdimarsson og er hann með netf. marteinn@loftorka.is og s: 860-9004. Framkvæmdastjóri mótsins er Svanhildur Svansdóttir s: 899-2170, netf. svany@postbox.is

Það er von framkvæmdanefndar að keppendur og gestir eigi eftir að eiga hér í Borgarnesi ánægjulega daga framundan og mun nefndin leggja sig fram um að svo megi vera.

Með kveðju
Kristján Gíslason