Íslandsmót yngri flokka á Akureyri 18-21 júlí

19.06.2013
Erla Katrín Jónsdóttir á Hvin/HKG
Hestamannafélagið Léttir mun halda Íslandsmót yngri flokka á Akureyri 18-21 júlí. Búið er að opna fyrir skráningu og fer hún fram á http://skraning.sportfengur.com og lýkur skráningu á miðnætti 11. júlí. Skráningargjaldið er 4000 kr. fyrir hverja grein.

Hestamannafélagið Léttir mun halda Íslandsmót yngri flokka á Akureyri 18-21 júlí. Búið er að opna fyrir skráningu og fer hún fram á http://skraning.sportfengur.com og lýkur skráningu á miðnætti 11. júlí. Skráningargjaldið er 4000 kr. fyrir hverja grein.


Við munum flytja fleiri fréttir þegar nær dregur en birtum núna þær greinar sem keppt verður í og drög að dagsskrá. En athugið að þetta eru einungis drög og áskyljum við okkur rétt til að færa keppnisgreinar eða fella niður ef okkur þykir þurfa.
Börn: tölt T1, fjórgangur V1 og fimi A.
Unglingar: tölt T1, tölt T2, fjórgangur V1, fimmgangur F1, fimi A, 100m skeið og gæðingaskeið.
Ungmenni: tölt T1, tölt T2, fjórgangur V1, fimmgangur F1, fimi A2, 100m skeið og gæðingaskeið.


Drög að dagsskrá:
Fimmtudagur 18. júlí
Knapafundur
Fjórgangur V1 börn
Fjórgangur V1 unglingar
Kaffihlé
Fjórgangur V1 ungmenni
Fimi A

Föstudagur 19. júlí
Tölt T1 unglingar
Matur
Tölt T1 unglingar
Tölt T1 börn
Kaffi
Tölt T1 ungmenni
Slaktaumatölt T2
Kvöldmatur
Gæðingaskeið unglinga og ungmenna
Skemmtun

Laugardagur 20. júlí
Fimmgangur F1 ungmenna
Matur
Fimmgangur F1 unglinga
Kaffi
B-úrslit Fjórgangur V1 börn
B-úrslit Fjórgangur V1 unglingar
Fjórgangur V1 ungmenni
B-úrslit Tölt T1 börn
B-úrslit Tölt T1 unglingar
B-úrslit Tölt T1 ungmenni
Grill
100 m skeið
Skemmtun

Sunnudagur 21. júlí
B-úrslit Fimmgangur F1 unglingar
B-úrslit Fimmgangur F1 ungmenni
A-úrslit Fjórgangur F1 börn
A-úrslit Fjórgangur V1 unglingar
A-úrslit fjórgangur V1 ungmenni
Matur
A-úrslit Slaktaumatölt T2
A-úrslit Tölt T1 börn
A-úrslit Tölt T1 unglingar
A-úrslit Tölt T1 ungmenni
A-úrslit Fimmgangur F1 unglingar
A-úrslit Fimmgangur F1 ungmenni
Mótsslit