Íslandsmótin fyrir meistara

16.10.2008
Íslandsmótið í hestaíþróttum fullorðinna verður framvegis fyrir þá bestu ef tillaga Léttis á Akureyri fær hljómgrunn á 56. Landsþingi LH. Hún gengur út á að aðeins verði keppt í einum flokki í hverri grein og lágmörk gildi til þátttöku. Hvatinn að tillögunni er að gera Íslandsmótin áhorfendavænni og hækka gæði reiðmennskunnar.Íslandsmótið í hestaíþróttum fullorðinna verður framvegis fyrir þá bestu ef tillaga Léttis á Akureyri fær hljómgrunn á 56. Landsþingi LH. Hún gengur út á að aðeins verði keppt í einum flokki í hverri grein og lágmörk gildi til þátttöku. Hvatinn að tillögunni er að gera Íslandsmótin áhorfendavænni og hækka gæði reiðmennskunnar.Íslandsmótið í hestaíþróttum fullorðinna verður framvegis fyrir þá bestu ef tillaga Léttis á Akureyri fær hljómgrunn á 56. Landsþingi LH. Hún gengur út á að aðeins verði keppt í einum flokki í hverri grein og lágmörk gildi til þátttöku. Hvatinn að tillögunni er að gera Íslandsmótin áhorfendavænni og hækka gæði reiðmennskunnar.

Keppnisnefnd LH styður tillöguna en telur að koma þurfi henni í lagabreytingaform. Keppnisnefnd leggur til í sínu áliti að nefndinni verði falið að ákveða ný lágmörk í febrúar á hverju ári [sem ekki yrðu endilega núverandi meistaraflokks lágmörk]. Það verði hins vegar ekki bundið í lögum svo hægt verði að bregðast við mikilli eða lítilli þátttöku og hækka eða lækka lágmörk ef með þarf.

Þess skal getið að undanfarin ár hefur verið keppt í tveimur styrkleikaflokkum í hverri grein á Íslandsmótum. Hefur þetta fyrirkomulag notið mikilla vinsælda hjá keppendum, sem meðal annars kemur fram í mikilli þátttöku. Misjafnar skoðanir eru á því hvort Íslandsmót sé rétti vettvangurinn til að örva þátttöku hins almenna hestamanns í keppni, og til að reyna nýja hesta. Telja margir að nota ætti aðra valkosti til þess, sem ekki þyrftu að vera minna skemmtilegri eða spennandi fyrir þátttakendur.