Íslenska landsliðið ríður með CASCO reiðhjálma

06.01.2011
Haraldur Þórarinsson formaður LH og Berþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Líflands skrifa undir samstarfssamninginn.
Í dag var skrifað undir samstarfssamning milli Landssambands hestamennafélaga - íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og CASCO  í samstarfi við Lífland. Í dag var skrifað undir samstarfssamning milli Landssambands hestamennafélaga - íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og CASCO  í samstarfi við Lífland. CASCO er eins og hestamenn þekkja leiðandi í gerð reiðhjálma í heiminum og hefur íslenska landsliðið riðið með CASCO hjálma undanfarin ár á heims- og norðurlandamótum við mikla ánægju.
Lífland hefur í mörg ár flutt inn CASCO reiðhjálma og í verslun Líflands að Lynghálsi er að finna breitt úrval af reiðhjálmum sem og öllum búnaði fyrir hestamanninn.

CASCO hefur undanfarin ár lagt mikinn metnað í gerð reiðhjálma fyrir íslenska landsliðið og útbúið sérstaka gerð hjálma eingöngu fyrir landsliðið til þess að notast við á heims-og norðurlandamótum.
Nú hefur verið tryggt áframhaldandi samstarf við CASCO fyrir tilstuðlan Líflands á næstu heims-og norðurlandamótum og fagnar Landssamband hestamannafélaga því.