Íslenska landsliðinu boðið á Bessastaði

31.08.2023

Íslenska landsliðinu og starfsliði var í gær boðið til móttöku á Bessastöðum, þar sem forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson tók móti hópnum og hrósaði liðinu fyrir framúrskarandi árangur á nýloknu heimsmeistaramóti í Hollandi.

Mótakan var hin hátíðlegasta og var landsliðinu mikill heiður sýndur með því að vera boðið til hennar. Guðni Th fór fögrum orðum um mikilvægi hestamennskunnar sem mennararfs og landkynningu. Þá hafði honum borist til eyrna sú mikla samstaða og samvinna sem einkenndi íslenskahópinn á mótinu og hrósaði hann liðinu sérsktalega fyrir það.

Að lokum flutti hann ljóð Gríms Thomsens um eftirlætis hestinn sinn hann Sóta, sem hestamannafélagið á Álftanesi dregur einmitt nafn sitt af.