Íslenski gæðingurinn á undanhaldi

26.01.2009
„Íslenski alhliða gæðingurinn er á undanhaldi. Stóðhestar sem náð hafa frábærum árangri í gæðingakeppni seljast ekki ef þeir henta ekki í íþróttakeppni. Þetta er að mínu mati umhugsunarefni fyrir íslenska hestamenn og hrossaræktendur,“ segir Sigurður Ragnarsson.„Íslenski alhliða gæðingurinn er á undanhaldi. Stóðhestar sem náð hafa frábærum árangri í gæðingakeppni seljast ekki ef þeir henta ekki í íþróttakeppni. Þetta er að mínu mati umhugsunarefni fyrir íslenska hestamenn og hrossaræktendur,“ segir Sigurður Ragnarsson.

„Íslenski alhliða gæðingurinn er á undanhaldi. Stóðhestar sem náð hafa frábærum árangri í gæðingakeppni seljast ekki ef þeir henta ekki í íþróttakeppni. Þetta er að mínu mati umhugsunarefni fyrir íslenska hestamenn og hrossaræktendur,“ segir Sigurður Ragnarsson.

Sigurður segir að honum sé kunnugt um hátt dæmda stóðhesta sem hafi náð góðum og jafnvel frábærum árangri í gæðingakeppni, en seljist ekki vegna þess að þeir séu ekki með fet eða hægt stökk sem henti í íþróttakeppni.

„Ég hef kynnst mörgum úrvals hestum, stóðhestum, hryssum og keppnishestum. Með tímanum hef ég lært að meta betur hinn viljamikla og gangrúma íslenska gæðing. Mér finnst við ekki gera honum nægilega hátt undir höfði. Það þyrfti að leggja mun meiri áherslu á að markaðssetja gæðingakeppnina erlendis. Það er okkar hlutverk. Einnig mætti halda fleiri opin gæðingamót hér heima. Ég hefði til dæmis viljað sjá A-flokk gæðinga á meðal keppnisgreina í Meistaradeild VÍS.

Þau hross sem seljast best núna eru reyndir eða mjög efnilegir keppnishestar, og þá á ég við íþrótta-keppnishesta. Einnig stóðhestar og hryssur sem eiga augljósa möguleika á að ná árangri í keppni erlendis. Flugrúmir og orkumiklir gæðingar eru hins vegar mun erfiðari í sölu, til dæmis ef fetið er ekki gott. Og þá skiptir engu máli þótt þeir hafi staðið á toppnum í gæðingakeppni á Landsmótum. Við verðum að staldra við og íhuga þessi mál. Ég held að það væri full ástæða fyrir LH og Félag hrossabænda að halda málþing um þetta,“ segir Sigurður Ragnarsson.