Íslenskir unglingar á FEIF Youth Cup

18.05.2010
Unglingar á FEIF YouthCUP 2008. Mynd tekin af www.feifyouthcup2010.dk
FEIF Youth Cup er haldið annað hvert ár og að þessu sinni verður mótið haldið í Kalø í Danmörku 10.-18. júlí 2010. Íslenski hesturinn, liðsheild og alþjóðleg menning eru einkennisorð mótsins. Þar gefst unglingum og ungmennum á aldrinum 14-17 ára víðsvegar að úr heiminum kostur á að koma saman og keppa í hestaíþróttum.  FEIF Youth Cup er haldið annað hvert ár og að þessu sinni verður mótið haldið í Kalø í Danmörku 10.-18. júlí 2010. Íslenski hesturinn, liðsheild og alþjóðleg menning eru einkennisorð mótsins. Þar gefst unglingum og ungmennum á aldrinum 14-17 ára víðsvegar að úr heiminum kostur á að koma saman og keppa í hestaíþróttum.  Íslenskum unglingum og ungmennum gefst kostur á að fara fyrir hönd Íslands á mótið og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðarmót.

Æskulýðsnefnd LH valdi eftirtalda úr innsendum umsóknum:

Alexandra Ýr Kolbeins
Svandís Lilja Stefánsdóttir
Birgitta Bjarnadóttir
Róbert Bergmann
Sigrún Rós Helgadóttir
Steinunn Arinbjarnardóttir
Björgvin Helgason
Anna Kristín Friðriksdóttir
Nanna Lind Stefánsdóttir

Fararstjóri íslenska hópsins verður Sigríður Birgisdóttir.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni http://feifyouthcup2010.dk/