Ístölt Austurland 2009 - Skráningum lýkur annað kvöld

17.02.2009
Síðasta skráningardagur vegna Ístölt Austurland er á morgun, en að venju rennur skráningarfrestur endanlega út um tíuleytið annað kvöld. Ístölt Austurland fer fram næstkomandi laugardag 21. febrúar. Skráningar fara fram á freyfaxi@freyfaxi.net og hjá Gunnþórunni í síma 847-0116. Síðasta skráningardagur vegna Ístölt Austurland er á morgun, en að venju rennur skráningarfrestur endanlega út um tíuleytið annað kvöld. Ístölt Austurland fer fram næstkomandi laugardag 21. febrúar. Skráningar fara fram á freyfaxi@freyfaxi.net og hjá Gunnþórunni í síma 847-0116. Í ár er Ístölt Austurland haldið í Egilsstaðavíkinni í hjarta Egilsstaða og er von á fjölda áhorfenda úr þéttbýlinu, enda mótssvæðið sérlega glæsilegt. Á dögunum fóru fram mælingar á ísþykkt í Egilsstaðavíkinni og var útkoman sérlega jákvæð og ætti nokkurra daga hláka ekki að setja strik í reikninginn. Framhaldsmælingar eru áætlaðar á fimmtudag á vegum ístöltsráðunauta.

Eins og undanfarin ár eiga Austfirðingar von á góðum gestum víðsvegar að af landinu. Sem og oft áður eru Hornfirðingar og Norðanmenn áberandi meðal gesta. Keppt er um þrjá nafntogaða verðlaunagripi - Ormsbikarinn eftirsótta, Skeiðdrekann ógurlega og Frostrós Glitnis.

Allar nánari upplýsingar á www.freyfaxi.net og í síma 896-5513.