Ístölt Austurland 21. febrúar

09.02.2009
Nú líður senn að Ístölt Austurland sem fer fram á Egilsstöðum þann 21. febrúar næstkomandi. Að venju verður barist um stóra titla. Einn þeirra knapa sem hafa titil að verja er Tryggvi Björnsson frá Blönduósi. Í fyrra hafði hann sigur í B-flokki á Akk frá Brautarholti. Nú líður senn að Ístölt Austurland sem fer fram á Egilsstöðum þann 21. febrúar næstkomandi. Að venju verður barist um stóra titla. Einn þeirra knapa sem hafa titil að verja er Tryggvi Björnsson frá Blönduósi. Í fyrra hafði hann sigur í B-flokki á Akk frá Brautarholti. Í ár segist Tryggvi fyrirfram eiga möguleika á sigri. "Ég kem hugsanlega á Glampa frá Stóra-Sandfelli í B-flokki, það er fantagóður hestur sem ég hef haft leyfi til að ríða undanfarið. Ég er reyndar ekki enn búinn að fá leyfi frá eigandanum til að keppa á honum. Svo verð ég náttúrulega á Braga frá Kópavogi, sem ég festi kaup á fyrir stuttu í félagi við fleiri. Ég vonast að eftir góðum árangri, og að sjálfsögðu stefni ég að sigri eins og stundum áður.." segir Tryggvi.

"Ég veit svosum ekkert hvort ég verð með í A-flokki, það væri þá bara til að taka þátt og vera kurteis." sagði Tryggvi í léttum dúr þegar haft var tal af honum í dag, þá hann var aldrei þessu vant staddur á kaffistofunni.

Ístölt Austurland 2009 fer fram á Egilsstöðum þann 21. febrúar næstkomandi. Allar nánari upplýsingar um mótið er finna á heimasíðu Freyfaxa
www.freyfaxi.net.
Nánari upplýsingar er einnig hægt að fá í síma 896-5513.

Myndin er af stóðhestinum Glampa frá Stóra-Sandfelli. Knapi er Tryggvi Björnsson.