Íþróttasálfræði fyrir reiðmenn og reiðkennara

10.02.2009
Fyrsta fræðslukvöld ÍSÍ samkvæmt nýjum áherslum í fræðslumálum verður haldið fimmtudaginn 12. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Boðið verður upp á fimm kennslustunda fyrirlestur um íþróttasálfræði. Þátttökugjald er einungis kr. 2.500.-. Fyrsta fræðslukvöld ÍSÍ samkvæmt nýjum áherslum í fræðslumálum verður haldið fimmtudaginn 12. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Boðið verður upp á fimm kennslustunda fyrirlestur um íþróttasálfræði. Þátttökugjald er einungis kr. 2.500.-. Viðar Sigurjónsson, sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ, segir að námskeiðið sé kjörið fyrir reiðmenn og reiðkennara í hestaíþróttum, hafi þeir ekki þegar lokið slíkum áfanga í sínu námi. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Viðari í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Skráning stendur yfir en nú fer hver að verða síðastur að nýta sér þetta gullna tækifæri. Efni námskeiðsins er hluti námsefnis á 2. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ en nýtist einnig öllum þeim sem áhuga hafa á að sækja sér þekkingu á þessu sviði s.s. íþróttaiðkendum og einnig kennurum og þjálfurum sem endurmenntun.

Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.