Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

04.11.2019

Fremstu afreksknapar og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á Uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi.

Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Einnig á hann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90. Jóhann hlaut einnig titilinn íþróttaknapi ársins.

Aðrir sem fengu verðlaun voru:

  • Benjamín Sandur Ingólfsson er efnilegasti knapi ársins 2019
  • Konráð Valur Sveinsson er skeiðknapi ársins 2019
  • Hlynur Guðmundsson er gæðingaknapi ársins 2019
  • Jóhann R. Skúlason er íþróttaknapi ársins 2019
  • Árni Björn Pálsson er kynbótaknapi ársins 2019
  • Syðri Gegnishólar / Ketilsstaðir er keppnishestabú ársins 2019
  • Stuðlar er ræktunarbú ársins 2019

LH veitti Bjarnleifi Árna Bjarnleifssyni heiðursverðlaun LH en hann hefur starfað í félagsmálum hestamanna óslitið í 30 ár og er enn að. Hann var formaður landsliðsnefndar LH í tíu ár, frá hausti 2003 til ársins 2013. 

Heiðursverðlaun Félags hrossabænda hlaut Baldvin Kr. Baldvinsson og fyrir ræktun á kynbótahrossum og keppnishrossum frá Torfunesi en þaðan hafa komið ótal afburðagæðingar í gegnum árin.

LH óskar  verðlaunahöfum og öllum sem voru tilnefndir til hamingju með framúrskarandi árangur.

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra veitti knapa ársins verðlaun, Jóhann R. Skúlason knapi ársins og Lárus Ástmar Hannesson formaður LH