Jólagjöf hestamannsins - Myndefni á WorldFeng

19.12.2017

Nú getur þú gefið gjafabréf, ársáskrift af myndefni á Worldfeng. Tryggið ykkur jólatilboð aðeins 3.900 kr. Athugði að tilboðið gildir aðeins fram að áramótum. Til þess að virkja aðgang með gjafabréfi þarf að hafa samband við skrifstofu LH í síma 514-4030 eða senda tölvpóst á netfangið hjorny@lhhestar.is

Með aðganginum getur þú séð

  • videoupptökur af öllum kynbótahrossum á Landsmótum 2014 og 2016.
  • videoupptökur af öllum hrossum í gæðingakeppni, barna- unglinga og ungmennaflokki á Landsmótum 2012, 2014 og 2016.
  • horft á úrslit í öllum flokkum á Landsmótum 2012, 2014 og 2016
  • Nýtt - Hápunktar af Landsmóti 1986

Þú getur leitað eftir:

  • nafni hests og séð videoupptökur af þeim keppnum sem hann hefur tekið þátt í á þessum Lansdmótum.
  • nafni knapa og séð videoupptökur af öllum hrossum sem viðkomandi hefur riðið bæði í kynbótadóm, gæðingakeppni og skeiði á Landsmótum 2014, 2016 og 2012
  • keppnisgrein og séð videoupptökur af öllum sem tóku þátt í þeirri grein og úrslit

Væntanlegt er:

  • Hápunktar landsmóta 1954, 1958, 1966, 1970, 1974, 1978 og 1982.
  • Hápunktar landsmóta 2000, 2002, 2004, 2006 og 2008
  • Kynbótahross af landsmóti 2012
  • Kynbótahross af Fjórðungsmóti Vesturlands 2017

ATH: Til að virkja gjafabréfið þarf að koma fram kennitala þess sem á að virkja aðganginn hjá og greiðsluupplýsingar og netfang þess sem gefur. Einungis tekið við kreditkortum (Gjafabréfið er sent með tölvupósti á þann sem gefur)