Jólahátíð Sleipnis

10.12.2013
Hestamannafélagið Sleipnir stendur fyrir sinni annarri jólahátíð í Sleipnishöllinni að Brávöllum laugardaginn 14.des nk. á milli kl. 16-18. Jólasveinarnir koma ríðandi frá Ingólfsfjalli, jólalúðrasveit leikur fyrir okkur, Doddi og Birgir spila á harmonikkurnar og teymt verður undir börnum.

Hestamannafélagið Sleipnir stendur fyrir sinni annarri jólahátíð í Sleipnishöllinni að Brávöllum laugardaginn 14.des nk. á milli kl. 16-18. Jólasveinarnir koma ríðandi frá Ingólfsfjalli, jólalúðrasveit leikur fyrir okkur, Doddi og Birgir spila á harmonikkurnar og teymt verður undir börnum.

  • Magnús Kjartan Eyjólfsson spilar á gítar meðan gengið verður í kringum jólatré.
  • Björgunarsveit Árborgar kemur með björgunarhesta og björgunarbíl.
  • Kakó, kaffi, meðlæti og nammi á staðnum.
  • Hestasýning frá Fjölbrautarskóla Suðurlands.
  • Ýmislegt góðgæti á boðstólnum, Hellisbúinn með vörur beint frá býli og fleira og fleira.
  • Hoppukastali fyrir börnin.

Allir hjartanlega velkomnir, það er alltaf hlýtt og gott veður í Sleipnishöllinni. Enginn aðgangseyrir.

Hestamannafélagið Sleipnir