Keppni unglinga hafin á Kaldármelum

03.07.2009
Þriðji mótsdagur á Kaldármelum hófst í fallegu veðri með keppni unglinga í morgunsárið. Yfirlitssýning hryssna hefst eftir hádegi og að þeim dagskrálið  loknum kl. 16, fer fram hópreið hestamannafélaganna og formleg setnings mótsins. Þriðji mótsdagur á Kaldármelum hófst í fallegu veðri með keppni unglinga í morgunsárið. Yfirlitssýning hryssna hefst eftir hádegi og að þeim dagskrálið  loknum kl. 16, fer fram hópreið hestamannafélaganna og formleg setnings mótsins. Forkeppni í tölti, 17 ára og yngri fer fram að hópreið lokinni en forkeppni í tölti fullorðinna hefst kl. 20:00.

Á tímum alþjóðavæðingar hafa mótshaldarar Fjórðungsmóts í ár stækkað radíusinn hvað þátttakendur hestamannafélaga varðar, enda víðsýnt fólk á Vesturlandi!   Félagar úr 16 hestamannafélögum taka nú þátt á Fjórðungsmóti 2009.

Er það mál manna að stækkun mótsins sé spennandi kostur og gefi Fjórðungsmóti enn meira vægi en áður.

Í hópreiðinni í kvöld eiga eftirfarandi hestamannafélög fulltrúa:
-    Vesturland: Dreyri, Faxi, Glaður, Snæfellingur og Skuggi
-    Kjós: Adam
-    Vestfirðir:   Hending, Kinnskær og Stormur
-    Siglufjörður: Glæsir
-    Húnaþing vestra:  Þytur
-    Austur-Húnavatnssýsla:  Neisti og Snarfari
-    Skagafjörður:  Stígandi, Léttfeti og Svaði 

Mótshaldarar minna á fjörureiðina í kvöld, mæting er á Kaldármelum kl. 20:00 og á Snorrastöðum kl. 21:00.
Enn streyma að gestir, knapar og hross enda fjöldi hápunkta framundan í keppni.  Án efa ætlar margur jafnframt að taka sér léttan snúning eftir spennandi dag og tjútta við söng og undirspil Ingós og Veðurguðanna í kvöld.